Skráðu þig á námskeið eða í einkatíma!
Block Therapy bandvefslosun er æfingakerfi þróað til að koma aftur á rennsli eða hreyfingu á bandvefin sem oft verður stífur eða þornar upp vegna hreyfingarleysis, aldurs eða meiðsla. Þátttakendur nota til þess verkfæri, tré blokkir sem eru sérstaklega gerðar úr endurunnum við - Álmur, frá Kanada. Verkfærið kallast Block Buddy eða Blokk félaginn.
Þátttakendur leggjast á blokkina og er það sambland líkamsþyngdar, þyngdarafls og þindaröndunar sem skapar hitaáhrif á blokkinni sem hægt og rólega ´bræða´ bandvefinn og teygja, og koma af stað blóð- og súrefnisflæði til frumna í bandvefnum.
Útkoman er betra flæði í bandvefnum sem eykur hreyfigetur og betri líðann.
"Sálfræðingur vísaði mér að prufa TRE hjá Svövu til að losa um spennu í líkamanum sem virtist komin til að vera, og lýsti sé í vöðablógu og aumum festum í mjöðmum og baki. Var oft í "drífa sig" gírnum. Ég fékk mér nokkra einkatíma í TRE hjá henni og að auki kynnti hun mig fyrir Block therapy til að losa um stífan bandvef í líkamanum. Núna, hálfu ári seinna, þá er líðanin allt önnur. Vöðvabólgan horfin, mjöðmin hætt að kvarta og líkaminn ekki sífellt í hraðagírnum. Svava er mjög góður meðferðaraðili, nærgætin og skilningsrík. Áföllin vilja setjast að í líkamanum og þetta er svo markviss og árángursrík leið til að losa um. Mæli 100% með að fara til Svövu."
Bandvefur er blautur og próteinríkur vefur sem umlykur vöðva, líffæri, liðamót, sinar og bein líkamans og gefur þeim lögun. Hann umlykur allt.
Bandvefur getur geymt afleiðingar meiðsla, áfalla og streitu. Hann geymir líka vöðvaminni. Bandvefur er eitt kerfi – það er enginn aðskilnaður. Alveg eins og æðakerfið.
Hann sér um að halda öllu á sínum stað og viðheldur virkni í líkamanum.
Þar sem bandvefurinn er ein heild er algengt að finna fyrir verk á einum stað þó svo að orsökin sé á öðrum stað.
Búa til rými
Við búum til rými í líkamanum með því að losa um og mýkja stífann bandvef sem myndast í líkamanum vegna þyngarafls jarðar, meiðsla eða ofnotkun. BT æfingarnar hjálpa þátttakendum að leiðrétta líkamsstöðu, og bæta blóð og súrefnisflæði til frumna.
Auka súrefnisflæði í bandvef
Mikilvægur hluti af BT æfingarkerfinu er þjálfun í þindaröndun. Þindaröndun hjálpar að hita upp líkamann sem hámarkar bráðnun viðloðunar í bandvef. Þindaröndun eykur súrefnismyndun í allt að 6 sinnum. Þjálfun þindarinnar eykur orkuflæði til og frá frumum, stuðlar að losun eiturefna og bætir líkamlegan virkni.
Meira og betra jafnvægi
Æfum rétta líkamsstöðu og styrkjum mjaðmagrind, þind og tungu til að styðja við líkamsjafnvægi og rétta röðun. Að skilja hvernig á að nota líkamann á réttan hátt og styrkja grunnstoðir er mikilvægt til að viðhalda réttri frumustillingu og lífsnauðsynlegu flæði í líkamanum. BT er æfingarkerfi sem kennir þér hvernig hægt er að bæta rétta líkamsstöðu í daglegu lífi.
Þetta samspil skapar líkama sem þolir áreiti daglegs lífs og heldur innri jafnvægi.
Námskeiðið er 6 vikur/tímar.
Fimmtudagar, 6. 13. 20. 27 mars og 3. og 10. apríl 2025.
Tími: Hver tími er 90 mínútur
Kl. 18.30 - 20.00
Staðsetning:
Heillandi hugur - Fræðslu og heilsusetur
Hlíðasmári 14 - Jarðhæð, Kópavogur
Verð: 35.400 kr
Takmarkað pláss.
Fyrir hvern: Þetta námskeið er ætlað einstaklingum sem vilja ná slökun og betri líðann í líkama.
Eftir skráningu færðu sendan spurningarlista og upplýsingar um hvernig best er að undirbúa þig fyrir BT námskeiðið.
Nánari upplýsingar um námskeiðið gefur Svava hjá [email protected]
Block Therapy æfingarkerfið er fyrir alla.
Einstaklingurinn liggur á tré-blokk sem kallast Block Buddy í að minnsta kosti þrjár mínútur í ýmsum stellingum um allan líkamann.
Bambus eða álmur er notaður vegna þess að ólíkt gerviefnum eins og froðu eða plasti hefur það svipaðan þéttleika og bein. Með þyngdarafl og líkamsþyngd er Block Buddy fær um að sökkva djúpt í vefinn alla leið að rót vandans. Þrýstingurinn færir aukið blóð og súrefni inn á svæðið sem hitar bandvefinn og „bræðir“ viðloðun í bandvefnum sem hugsanlega er rót verkja og spennu í líkamanum.
Nemandanum er kennt að nota þindaröndun til að auka súrefnisupptöku allt að 6 sinnum meira en að anda í gegnum vöðva efri hluta bringunnar. Sambland af auknu súrefni, losun á viðloðun, og rétt líkamsstaða er grunnurinn að Block Therapy/Fluid Isometrics kerfinu.
Á námskeiðinu byrjum við á því að fara í gegnum grunnæfingar og byggjum svo á þeim í hinum tímunum.
The Core Class
Í þessum 90 mínútna tíma leggjum við áherslu á að losa um bandvefinn og skapa rými í brjóstkassa, í kringum rifbein og í búk líkamans. Við notum kubbinn til að búa til hita, sökkva í bandvefinn sem lengir hann og örvar frumur í bandvef. Á meðan öndum við hægt og meðvitað, með nefinu, í hverri stöðu, styrkjum þindina sem eykur súrefnisflæði í líkamanum. Í lok tímans finnur þú fyrir djúpri slökun eftir að hafa bætt blóð- og súrefnisflæði til frumna og vefja.
Með því að losa við viðloðunina í búk og í kringum brjóstkassann hefur þindinn meira rými til að hreyfast. Loft dregst að lungnabotni, þar sem flestir lungnablöðrur (súrefnisviðtakar) eru, sem gerir súrefnisupptöku ákjósanlegra og nærir líkamann allt að sexfalt magn. Sömuleiðis er flutningur úrgangs skilvirkari þar sem ´rusl´ sem hefur sest við botn lungna verður aðgengilegt til að fjarlægja.
Mjaðmagrind og fótleggir
Í þessum 90 mínútna tíma einbeitum við okkur að neðri hluta líkamans, þar sem við hjálpum líkamanum að endurheimta jafnvægi og bæta hreyfanleika. Margir hafa líkamsstöðu sem setur álag á liði og vöðva. Þegar við stöndum rangt, þrýstist á liðina, sem getur valdið sliti og óþægindum. Þetta getur hindrað blóð- og súrefnisflæði til mikilvægra líffæra í grindarholi, fótleggjum og fótum, og leitt til vandamála eins og bólgu og sársauka. Með því að nýta þindöndun til að hita líkamann, aukum við orku og leyfum vökva í líkamanum að flæða meira frjálst. Þetta hjálpar frumunum að fá súrefni og næringu, sem stuðlar að bættri heilsu. Eins og blaðra sem hefur verið blásin upp, endurheimtum við það rými sem hafði tapast og gefum líkamanum tækifæri til að jafna sig.
Höfuð-, háls- og handleggir
Í þessum 90 mínútna tíma vinnum við að því að losa um spennu og viðloðun í bandvef og bæta líkamsstöðu. Við leggjum áherslu á að leiðrétta stöðu höfuðs og háls ásamt staðsetningu tungunnar. Með neföndun getur tunguvöðvinn stutt við þyngd höfuðsins og hjálpað til við stöðu hálsins. Ójafnvægi í líkamanum og spennumyndun sem veldur viðloðun getur truflað jafnvægi og virkni. Með því að losa djúpa spennu í hálsi og kringum axlir má draga úr mörgum langvinnum heilsuvandamálum.
Á námskeiðinu munum vinna með grunn æfingarnar og taka fyrir ákveðna líkamshluta í hverjum tíma. Á milli tíma fá þátttkendur leiðbeiningar um hvernig hægt er að vinna á bandvefnum á einfaldann hátt með boltum eða handklæði. Einnig geta áhugasamir keypt blokkir.
- Fótleggir og fætur
- Læri og hné
- Mjamir og lundarvöðar
-Axlir, handleggir og hendur.
Svava Brooks er vottaður BT® leiðbeinandi síðan 2024, með kennslu réttindi í bandvefslosun og trigger points, frá Karma Jógastúdío 2023. Svava hefur sjálf notað BT æfingarnar síðan 2021. Svava er einnig vottaður TRE leiðbeinandi síðan 2017.
Svava býður upp á fræðslu og námskeið um áhrif streitu og áföll á heilsu og líðann, fyrir fyrirtæki og stofnannir. Ef þú hefur spurningar um þessa fræðslu endilega hafðu samband hér. [email protected]
50% Complete
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.