TRE® (Tension, Stress & Trauma Release) er ný leið til að hjálpa líkamanum að losa um spennu, streitu og áföll sem liggja djúpt í vöðvum líkamans. Leiðin er þróuð af Dr. David Berceli PhD til að virkja náttúruleg viðbrögð líkamans á öruggan hátt með því að leyfa líkamanum að skjálfa eða titra þannig að losni um vöðvaspennu og taugakerfið róist. Með því að virkja þessi náttúrulegu viðbrögð líkamans, þ.e. með því að skjálfa og titra, í öruggu og stýrðu umhverfu, er verið að hvetja líkamann til þess að ná aftur fyrra jafnvægi, eða að nálgast slökun eftir langvarandi spennu.
"Sá þetta TRE námskeið auglýst fyrir tilviljun og það vakti athygli mína þar sem ég hafði stuttu áður velt því fyrir mér hvort ákveðnir verkir, til margra ára, spenna, streita og kvíði væru eitthvað sem ég hreinlega geymdi í líkamanum og gætu m.a. tengst áföllum. Ég mætti því forvitin á þetta námskeið, en ekki með neinar væntingar, ákvað samt að vera opin fyrir þess og gefa þessu tækifæri. Það virkaði vel á mig hvað leiðbeinandinn, hún Svava var einlæg, tilgerðarlaus og kom efninu skýrt og áreynslulaust frá sér. Þegar ég vaknaði morgunin eftir fyrsta dag námskeiðsins, tók ég strax eftir að ég var miklu afslappaðri en venjulega og djúpstæð kyrrð og ró var innra með mér. Ég var líka með mun minni verki í líkamanum allan þennan dag. Ég mætti því full af áhuga í næsta tíma og heyrði þar fleiri segja frá svipaðri reynslu. Þessi frábæra tækni er verkfæri sem ég mun nýta mér í framtíðinni og er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast TRE."
"Kærar þakkir fyrir þetta góða námskeið. Fyrir mig hefur þetta styrkt mig í að hlusta á líkamann og þau einkenni sem hann gefur. Treysta á líkamann og efla þessa tjáningu og skilning milli hugar og líkama. Kenndi mér líka að horfast meira í augu við hvað streitukerfið mitt er orðið spennt og viðkvæmt. Hlakka til að nota þetta meira til að efla þessa tengingu enn meir og gefa líkamanum færi á að losa um spennu og segja mér hvernig staðan er."
"Við erum bæði mjög ánægð með námskeiðið og þína hlýju og skýru kennslu. Við erum heilluð af þessari aðferð og hún er klárlega komin í verkfærakistuna. Jógastúdían okkar síðustu árin hefur byggt á að fara inná við og skynja djúpt og hlusta á líkamann. Að fá aðgengi að þessari eðlislægu leið líkamans og taugakerfisins til að losa um spennu, sem hugurinn hefur ekki aðgang að, hefur reynst okkur mögnuð viðbót. Viska líkamans færi að njóta sín til fulls og með hverri iðkun dýpkar samtalið, traustið og vináttan milli hugar og líkama."
"TRE námskeiðið var frábær reynsla. Ég öðlaðist nýjan og dýpri skilning í að hlusta á mörkin mín og fara eftir þeim. Mér leið öruggri undir handleiðslu Svövu og kunni virkilega vel að meta áherslur hennar á að skapa innra öryggi til þess að geta átt greiðari aðgang að sjálfri mér. "
" Þrátt fyrir að hafa reynt að draga úr streitu og róa taugakerfið mitt með núvitund, slökun, hreyfingu og fækkun verkefna undanfarin ár þá hef ég náð enn betri líðan eftir þetta TRE námskeið. Maður nær innri ró eftir TRE og lærir á sínar streitukveikjur. Ég mæli svo sannarlega með TRE námskeiðinu hjá Svövu Brooks."
"Gott að fá þessi verkfæri. Lærði helst að hlusta á líkanann og taka tillit til hans sem leiddi til að taugakerfið róaðist. Námskeiðið var mjög hjálplegt, góð leiðsögn og mikill fróðleikur, mikil ró yfir Svövu sem smitaðist allavega til mín."
"TRE námskeiðið er eitt áhugaverðasta sem ég hef kynnst. Því ég uppgötvaði hvað líkaminn minn er magnaður. Ég hef kynnst líkamanum betur og hef lært aðferð sem hjálpar mér að losna við streitu og hef lært að hlusta betur á líkamann minn. "
"I took a three-class series with Svava to learn TRE and it was extraordinary - both with the practice and working with her. Svava's first hand experiences and gifts as a teacher made all the difference in understanding and accepting this practice, which is already having a positive impact on my well-being. Can't recommend more highly!"
"I started doing TRE after watching YouTube videos. But I thought I should take a class and learn more because it was very much resonating with what I needed at the time. I’m so glad that I took Svava’s class! There was so much more to doing the exercises correctly and safely than what those videos had shown. Understanding the tension and relaxation is important, but Svava helped me understand how the process works and to be gentle with my progress. I overdid it a couple times but Svava was able to show me how to move forward and progress in a safe manner. Knowing that I had overdone it she checked in with me repeatedly. I highly recommend Svava as a support and guidance leader and TRE practitioner."
"I recently signed up for Svava's Tension Release Exercise (TRE) class in hopes of finding an efficient way to handle work (and life) stress. The exercises are not difficult, there are adjustments available for most ability levels, and the outcome is a general sense of calm. I look forward to practicing TRE as a part of my new and improved regimen of self-care since being treated for cancer. As for Svava Brooks, I found her to be an intuitive and gentle instructor with extensive knowledge of TRE practice. If you have any interest in TRE, check it out! If nothing else, you will appreciate getting to know Svava. "
"TRE er mögnuð aðferð til að minnka spennu í líkamanum sem stjórnast af ósjálfráða taugakerfinu, sem er annars svo erfitt að ná til. Þetta hefur kennt mér leið að þessari spennu sem ég hef aldrei náð áður með jafnkröftugum og áhrifaríkum hætti, sem endist mun lengur en aðrar leiðir sem ég hef upplifað áður. Svava kennir þetta af mikilli hlýju og góðri yfirsýn yfir ferlið sem getur fylgt þessari vinnu."
-David Berceli, Ph.D.
Þar sem skjálfti í vöðvum er hluti af náttúrulegum viðbrögðum mannslíkamans geta allir notið góðs af þessari aðferð. Vöðvaskjálfti/titringur eykur þol líkamans vegna þess að hann leiðir til djúprar slökunar sem dregur náttúrulega úr streitu. Hann getur einnig losað um tilfinningar þannig að einstaklingar geta komist í vægt uppnám og allt yfir í alvarlegan kvíða hvort sem það er af völdum streitu sem tengist vinnu, óhóflegum áhyggjum, átökum í sambandi, líkamlegs álags eða áföllum vegna slysa.
TRE® getur gagnast öllum hvort sem það eru foreldrar/makar sem vilja sýna meiri þolinmæði gagnvart fjölskyldu sinni, fórnarlömb ofbeldis eða slyss, hermenn sem þjást af PTSD, íþróttafólk eða einfaldlega einstaklingar sem vill öðlast meiri seiglu í lífsins glímum og líða betur á líkama og sál.
Vöðvaskjálftinn sem kallaður er fram með TRE® æfingunum/ferlinu eru eðlileg tauga- og lífeðlisfræðileg viðbrögð líkamans til að draga úr eigin streitu og til að komast í vellíðunarástand.
TRE® byggir á líkamlegu ferli sem, þegar því er beitt á réttan hátt undir leiðsögn vottaðs TRE® leiðbeinanda, getur hjálpað einstaklingum við að losa um spennu í líkamanum án þess að viðkomandi þurfi að endurupplifa orsökina fyrir spennunni (þ.e.a.s. ekki er nauðsynlegt að tala um, muna eftir eða lýsa áfallinu eða reynslunni).
TRE® er hægt að kenna annaðhvort sem einfalt sjálfshjálpartæki, til að minnka spennu í líkamanum, sem hluti af líkamsræktarprógrammi eða sem viðbót við aðrar meðferðir og með því að samþætta aðferðum með öðrum meðferðarleiðum. TRE® má til dæmis nota í meðferð ráðgjafa í meðferð við áföllum og áfallastreituröskun sem og kvíðaröskun.
Fimmtudagar, 16. 23. 30. jan og 6. 13. 20, febrúar 2025.
Tími: Hver tími er 90 mínútur
Kl. 16.30 - 18.00
Staðsetning:
Heillandi hugur - Fræðslu og heilsusetur
Hlíðasmári 14 - Jarðhæð, Kópavogur
Verð: 39.900 kr
Takmarkað pláss.
ath. Stéttarfélög endurgreiða hluta af námskeiðskostnaði. Athugaðu hjá þínu stéttarfélagi.
Einnig er boðið upp á námskeið á þriðjudögum kl. 18.30 - hafðu samband ef það passar betur.
Fyrir hvern: Þetta námskeið er ætlað byrjendum sem eru að læra TRE í fyrsta sinn. Einnig opið fyrir þá sem vilja ná betur tökum á að virkja skjálftann og/eða vilja fara hægt af stað eftir að hafa tekið pásu frá TRE. Ef þú ert að rifja upp TRE færðu afslátt á skráningu.
Ef þú ert að takast á við stór áföll í lífinu, kulnun, eða "burnout" þá mæli ég með einkatíma áður en þú skráir þig á hópnámskeið. Nánari upplýsingar hér https://www.svavabrooks.com/tre
Nánari upplýsingar um námskeiðið gefur Svava hjá [email protected].
Eftir skráningu færðu sendan spurningarlista og upplýsingar um hvernig best er að undirbúa þig fyrir TRE námskeiðið.
Ef þú býrð úti á landi og kemst ekki á námskeið þá eru námskeið reglulega í boði á netinu. Meiri upplýsingar hér.
Helstu spurningar og svör um TRE https://traumaprevention.com/frequently-asked-questions/
Tími 1
Grunn-atriði TRE® sjálfstjórnun.
í þessum tíma munum við fara saman yfir TRE aðferðina og ræða mikilægi sjálfstjórnunar. Þegar við förum saman í gegnun æfingarnar til að virkja skjálftann í líkamanum, æfum við okkur í að stöðva skjálftann og hlusta á líkamann.
Tími 2
Streituviðbrögð líkamans og flökkutaugin.
Þegar við byjum að vinna með ósjálfráða taugakerfið er mikilvægt að vera meðvitaður um hvað er að gerast í huga og líkama. Í þessum tíma skoðum við streytu viðbrögð líkamans og leiðir til að vera hlutlaus gagnvart því sem þú upplifar með áhrifum TRE. Við einnig skoðum leiðir til að vinna með flökkutaugina.
Minna er meira þegar kemur að iðkun TRE®.
TRE® er verfæri sem dýpkar tengingu við huga og líkama og virkar mjög vel samhliða öðrum aðferðum sem vinna að andlegri og líkamlegri heilsu. Í þessum tíma ræðum við mikilvægi þess að styrkja líkamsvitund með því að hægja á okkur. Takmarkið er að bæta reglulega inn í rútínuna, eftir hreyfingu eða þegar við erum að fara í hvíld.
Tími 4
Við hverju má búast við reglulega notkun TRE®.
Vöðvaskjálftinn sem kallaður er fram með TRE® æfingunum/ferlinu eru eðlileg tauga- og lífeðlisfræðileg viðbrögð líkamans til að draga úr eigin streitu og til að komast í vellíðunarástand.
TRE® byggir á líkamlegu ferli sem, þegar því er beitt á réttan hátt undir leiðsögn vottaðs TRE® leiðbeinanda, getur hjálpað einstaklingum við að losa um spennu í líkamanum án þess að viðkomandi þurfi að endurupplifa orsökina fyrir spennunni (þ.e.a.s. ekki er nauðsynlegt að tala um, muna eftir eða lýsa áfallinu eða reynslunni).
Með reglulegri iðkunn styrkir þú líkamsvitund og ert meira meðvitaður um streitu og spennu í líkamanum og hverjir eru þínir streituvaldar. Hægt og rólega nær líkaminn þinn og taugakerfið betra jafnvægi og meiri hvíld. Þegar líkaminn nær að hvílast vel og oft, nær hann að endyrnýjast og þú finnur fyrir betri heilsu, auðveldari hreyfing, meira þol og lífsgleði.
Þetta leiðir til meiri seiglu, andlegum og líkamlegum styrk til að takast á við hin mörgu verkefni lífsins.
Svava Brooks er vottaður TRE® ráðgjafi síðan 2017. Svava hefur unnið með sjálfshjálparhópum á vegum einkafyrirtækja, stofnana og grasrótarsamtaka síðastliðin 9 ár, við forvarnir gegn kynferðisofbeldi síðastliðin 15 ár.
Svava býður upp á fræðslu og námskeið um áhrif streitu og áföll á heilsu og líðann, fyrir fyrirtæki og stofnannir. Ef þú hefur spurningar um þessa fræðslu eða TRE endilega hafðu samband hér. [email protected]
50% Complete
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua.